Enski boltinn

Cisse farinn á lán til Katar

Stefán Árni Pálsson skrifar
Mynd / Getty Images
Harry Redknapp, knattspyrnustjóri Queens Park Rangers, hefur ákveðið að lána Djibril Cisse til Al Gharafa frá Katar.

Þetta kemur fram á vefsíðu QPR í morgun en Cisse verður hjá félaginu til loka tímabilsins. Harry Redknapp hefur verið að taka til í hópnum og ákveðnir leikmenn hafa ekki fengið tækifærið hjá stjóranum.

Cisse er einn þeirra en hann hefur ekki þótt sýna nægilegan metnað og vilja á vellinum.

Cisse kom til félagsins fyrir tímabilið 2011-2012 á 4 milljónir punda frá Lazio.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×