Enski boltinn

Benitez: Frábær frammistaða hjá liðinu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Mynd / Getty Images
Rafa Benitez, knattspyrnustjóri Chelsea, var nokkuð ánægður með frammistöðu liðsins í sigri gegn Arsenal 2-1 á Stamford Bridge.

„Fernando Torres var frábær fyrir okkur í dag. Hann tók mikið til sín og var mættur í öll hlaup. Þetta gerði það að verkum að Juan Mata fékk meira pláss sem hann nýtti sér."

„Ég var ánægður með frammistöðu Torres og Demba Ba í dag. Við höfum verið að spila vel að undanförnu og skapað okkur gríðarlega mörg færi. Við höfum oft á tíðum skapað okkur fullt af færum en ekki náð að klára leikina, það verðum við að laga."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×