Enski boltinn

Wenger ekki sáttur við dómara leiksins

Stefán Árni Pálsson skrifar
Mynd / Getty Images.
Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, var að vonum ekki sáttur með tapið gegn Chelsea, 2-1, á Stamford Bridge í dag.

„Við vorum virkilega slakir í fyrri hálfleiknum og gáfum þeim allt of mikið pláss. Við fengum fyrsta færi leiksins og það var algjört dauðafæri. Það var ekki nýtt og við fengum að kenna á því."

„Það var brotið illa á Francis Coquelin í aðdraganda fyrsta marksins og því átti markið ekki að standa. Síðan er ég hreinlega ekki viss hvort um vítaspyrnu hafi verið að ræða í öðru marki Chelsea."

„Við gerðum ákveðnar breytingar í hálfleik og það kom allt annað lið út í þann síðari. Við náðum einfaldlega ekki að jafna og vorum í vandræðum með að skapa okkur færi undir lokin."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×