Enski boltinn

Tvítugur Brassi á leið til Liverpool

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Philippe Coutinho.
Philippe Coutinho. Mynd/Nordic Photos/Getty
Liverpool Echo hefur heimildir fyrir því að Liverpool sé að ganga frá kaupunum á miðjumanninum Philippe Coutinho frá Internazionale þótt að ítalska félagið hafi í fyrstu hafnað fimm milljón punda tilboði Liverpool.

Coutinho er fæddur árið 1992 og verður því 21 árs á þessu ári. Hann er sagður mjög spenntur fyrir því að fara til enska félagsins.

Coutinho kom til Internazionale frá Vasco da Gama en hann var í láni hjá Espanyol á síðustu leiktíð. Brasilíumaðurinn hefur ekki fengið fá tækifæri með Internazionale á þessari leiktíð.

Philippe Coutinho er fjölhæfur miðjumaður sem var í stóru hlutverki hjá 20 ára landsliði Brasilíu sumarið 2011. Hann hefur hraða og góða tækni, getur spilað á miðri miðjunni, út á köntunum eða fyrir aftan framherjann.

Brendan Rodgers er þegar búinn að kaupa Daniel Sturridge frá Chelsea fyrir tólf milljónir punda en hann er einnig á eftir Tom Ince hjá Blackpool.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×