Erlent

Lindsay Lohan leikur Marilyn Monroe

Leikkonan Lindsay Lohan á að leika Hollywood goðsögnina Marilyn Monroe í nýrri mynd um líf hennar.

Svo virðist sem leikferill Lohan sé aftur að komast á skrið því hún leikur í tveimur öðrum kvikmyndum sem frumsýndar verða í ár. Um er að ræða spennumyndina The Canyons og myndina Scary Movie 5 þar sem Charlie Sheen fer einnig með hlutverk.

Síðasta mynd Lohan fjallaði um ástir þeirra Elisabetar Taylor og Richard Burton en sú mynd hlaut afleita dóma, bæði hjá gagnrýnendum og almenningi




Fleiri fréttir

Sjá meira


×