Erlent

Skógareldarnir í Ástralíu að ná inn á virkt sprengjusvæði

Stórhættulegar aðstæður eru að skapast við einn af þeim yfir 100 skógareldum sem geysa í Nýju Suður Wales í Ástralíu.

Skógaeldurinn er að ná inn á gamalt æfingasvæði ástralska flughersins en þar er að finna mikið magn af virkum sprengjum sem liggja eins og hráviði á svæðinu.

Ef eldurinn nær inn á þetta svæði geta slökkviliðsmenn ekkert gert nema beðið. Þeir geta ekki einu sinni hellt vatni á eldinn úr lofti því þungi vatnsins mun sennilega valda því að sprengjurnar spryngi.

Sem stendur reyna slökkviliðsmennirnir að nota forðu til að hefta útbreiðslu eldsins og stórar jarðýtur eru að grafa skurði fyrir framan æfingasvæðið til að reyna að varna því að eldurinn komist þangað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×