Enski boltinn

Walters gerði tvö sjálfsmörk er Chelsea vann Stoke

Stefán Árni Pálsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Chelsea vann Stoke örugglega, 4-0, í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag en varnarmaður Stoke Jonathan Walters varð fyrir því óláni að skora tvö sjálfsmörk í leiknum.  Leikurinn fór fram á Britannia-vellinum í Stoke en þar tapa heimmenn sjaldan.

Leikurinn hófst heldur rólega og voru liðin lengi að finna taktinn. Ekki litu mörg marktækifæri dagsins ljós í fyrri hálfleiknum og allt benti til þess að staðan yrði 0-0 í hálfleik en þegar tvær mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma í fyrri hálfleiknum skoraði Jonathan Walters, leikmaður Stoke, sjálfsmark með föstum skalla sem Asmir Begovic, markvörður Stoke, átti ekki möguleika í.

Staðan var því 1-0 fyrir Chelsea í hálfleik. Leikmenn Chelsea voru sterkari í upphafi síðari hálfleiksins og annað mark gestanna lá hreinlega í loftinu. Þegar tæplega hálftími var eftir af leiknum þá skoraði Jonathan Walters annað sjálfsmark þegar hann skallaði boltann aftur í netið.

Ótrúleg óheppni hjá varnarmanninum en hann lék sinn 100. Leik í ensku úrvalsdeildinni í dag og verður leikurinn ávallt eftirminnilegur fyrir Walters, kannski ekki fyrir réttar ástæður. Stuttu seinni gerðu gestirnir út um leikinn þegar Frank Lampard skoraði úr vítaspyrnu og var staðan orðin 3-0. 

Þegar rúmlega korter var eftir af leiknum skoraði síðan Eden Hazard stórbrotið mark fyrir Chelsea þegar hann hamraði boltann í vinkilinn lengst utan af velli. Leiknum lauk með sigri Chelsea 4-0 sem er í þriðja sæti deildarinnar með 41 stig en Stoke í því tíunda með 29 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×