iPhone svindlarinn hafði fé af um hundrað manns Jón Hákon Halldórsson skrifar 15. janúar 2013 09:51 Maðurinn sveik um 600 til 800 manns. Mynd/ Getty Halldór Viðar Sanne, sem situr í gæsluvarðhaldi í Kaupmannahöfn fyrir að svíkja fé út úr fólki er grunaður um að hafa svikið um 100 manns. Þetta segir Henning Schmidt, yfirmaður efnahagsbrotadeildar dönsku lögreglunnar í samtali við Vísi. Hann er talinn hafa staðið einn að svindlinu. Eins og fréttastofa RÚV greindi frá í gær fékk maðurinn Dani til að kaupa iPhone síma á um 4 þúsund danskar krónur, sem samsvarar 92 þúsund íslenskum krónum. Hann sagðist síðan geta selt þá á Íslandi á um fimm þúsund danskar krónur, eða um 115 þúsund krónur, á Íslandi. Fólk gæti því haft nokkuð upp úr krafsinu á þessum viðskiptum. „Þetta eru um 6-800 símar, reiknum við með," segir Henning Schmidt í samtali við Vísi. Hann hafi ekki greitt símana til baka og heildarupphæðin sem hann hafi svikið út sé um 4,8 milljónir króna, eða um 110 milljónir íslenskra. Henning Schmidt segir að Halldór hafi verið hnepptur í gæsluvarðhald í októbermánuði og málið verið í rannsókn síðan þá. Svindlið hafi þá staðið yfir allt sumarið. Enn sé verið að taka skýrslur af vitnum og lögreglan eigi eftir að tala við fjölda manns. „Það er ekki ljóst hversu lengi hann verður í gæsluvarðhaldi en allavega þangað til að dómur gengur í máli hans í héraðsdómi," segir Henning Schmidt í samtali við Vísi. Eins og fram kom í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær og hér á Vísi hefur Halldór skilið eftir langa slóð af svikamálum hér á landi. Tengdar fréttir iPhone svindlarinn með margar kærur á bakinu hér á landi Íslenskur svikahrappur situr nú í varðhaldi í Danmörku grunaður um umfangsmikil fjársvik. Sami maður er með margar kærur á bakinu hér landi vegna svipaðra brota. 14. janúar 2013 18:42 Stórtækur íslenskur iPhone svindlari í varðhaldi í Danmörku Fertugur Íslendingur hefur setið í gæsluvarðhaldi í Danmörku síðan í lok október grunaður um 110 milljóna króna fjársvik. Greint er frá málinu á fréttavef RÚV. Vísir náði tali af starfsmanni efnahagsbrotadeildar lögreglunnar, sem staðfesti þetta en frekari upplýsingar fengust ekki. 14. janúar 2013 14:05 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Fleiri fréttir Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Sjá meira
Halldór Viðar Sanne, sem situr í gæsluvarðhaldi í Kaupmannahöfn fyrir að svíkja fé út úr fólki er grunaður um að hafa svikið um 100 manns. Þetta segir Henning Schmidt, yfirmaður efnahagsbrotadeildar dönsku lögreglunnar í samtali við Vísi. Hann er talinn hafa staðið einn að svindlinu. Eins og fréttastofa RÚV greindi frá í gær fékk maðurinn Dani til að kaupa iPhone síma á um 4 þúsund danskar krónur, sem samsvarar 92 þúsund íslenskum krónum. Hann sagðist síðan geta selt þá á Íslandi á um fimm þúsund danskar krónur, eða um 115 þúsund krónur, á Íslandi. Fólk gæti því haft nokkuð upp úr krafsinu á þessum viðskiptum. „Þetta eru um 6-800 símar, reiknum við með," segir Henning Schmidt í samtali við Vísi. Hann hafi ekki greitt símana til baka og heildarupphæðin sem hann hafi svikið út sé um 4,8 milljónir króna, eða um 110 milljónir íslenskra. Henning Schmidt segir að Halldór hafi verið hnepptur í gæsluvarðhald í októbermánuði og málið verið í rannsókn síðan þá. Svindlið hafi þá staðið yfir allt sumarið. Enn sé verið að taka skýrslur af vitnum og lögreglan eigi eftir að tala við fjölda manns. „Það er ekki ljóst hversu lengi hann verður í gæsluvarðhaldi en allavega þangað til að dómur gengur í máli hans í héraðsdómi," segir Henning Schmidt í samtali við Vísi. Eins og fram kom í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær og hér á Vísi hefur Halldór skilið eftir langa slóð af svikamálum hér á landi.
Tengdar fréttir iPhone svindlarinn með margar kærur á bakinu hér á landi Íslenskur svikahrappur situr nú í varðhaldi í Danmörku grunaður um umfangsmikil fjársvik. Sami maður er með margar kærur á bakinu hér landi vegna svipaðra brota. 14. janúar 2013 18:42 Stórtækur íslenskur iPhone svindlari í varðhaldi í Danmörku Fertugur Íslendingur hefur setið í gæsluvarðhaldi í Danmörku síðan í lok október grunaður um 110 milljóna króna fjársvik. Greint er frá málinu á fréttavef RÚV. Vísir náði tali af starfsmanni efnahagsbrotadeildar lögreglunnar, sem staðfesti þetta en frekari upplýsingar fengust ekki. 14. janúar 2013 14:05 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Fleiri fréttir Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Sjá meira
iPhone svindlarinn með margar kærur á bakinu hér á landi Íslenskur svikahrappur situr nú í varðhaldi í Danmörku grunaður um umfangsmikil fjársvik. Sami maður er með margar kærur á bakinu hér landi vegna svipaðra brota. 14. janúar 2013 18:42
Stórtækur íslenskur iPhone svindlari í varðhaldi í Danmörku Fertugur Íslendingur hefur setið í gæsluvarðhaldi í Danmörku síðan í lok október grunaður um 110 milljóna króna fjársvik. Greint er frá málinu á fréttavef RÚV. Vísir náði tali af starfsmanni efnahagsbrotadeildar lögreglunnar, sem staðfesti þetta en frekari upplýsingar fengust ekki. 14. janúar 2013 14:05