Enski boltinn

Bolton sló Sunderland út enska bikarnum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Marvin Sordell fagnar öðru marka sinna í kvöld.
Marvin Sordell fagnar öðru marka sinna í kvöld. Mynd/Nordic Photos/Getty
Enska b-deildarliðið Bolton sló úrvalsdeildarliðið Sunderland út úr ensku bikarkeppninni í kvöld en fjölmargir endurteknir leikir úr 3. umferðinni fóru þá fram. West Bromwich Albion var annað úrvalsdeildarlið sem féll úr bikarnum í kvöld.

Marvin Sordell skoraði bæði mörkin þegar Bolton vann Sunderland 2-0 á útivelli og tryggði sér leik á móti Everton í 32 liða úrslitunum.

Leeds vann 2-1 útisigur á Birmingham og tryggði sér leik á móti Tottenham í næstu umferð. Birmingham komst í 1-0 en Ross McCormack og El-Hadji Diouf tryggðu Leeds 2-1 sigur.

Mauro Boselli tryggði Wigan 1-0 útisigur á Bournemouth en liðið mætir Macclesfield í næstu umferð. Macclesfield spilar utan deildarkeppninnar og sló út Cardiff City á dögunum.

Jay Bothroyd tryggði Queens Park Rangers 1-0 útisigur á West Bromwich Albion og þar með leik á móti MK Dons í næstu umferð.

Brentford tryggði sér leik á móti Chelsea með 2-1 sigri á Southend en það þurfti að framlengja leiki Stoke-Crystal Palace, Leyton Orient - Hull og Blackpool - Fulham.

Það nægir að smella á viðkomandi leik hér fyrir neðan til að fá frekari upplýsingar - byrjunarlið, skiptingar, spjöld og mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×