Enski boltinn

Saha líklega á leiðinni til Suður-Afríku

Það hefur ekkert gengið hjá Saha með Sunderland.
Það hefur ekkert gengið hjá Saha með Sunderland.
Franski framherjinn Louis Saha hefur fengið leyfi hjá Sunderland til þess að yfirgefa félagið fyrir lok mánaðarins. Hann gæti verið á leið til Suður-Afríku.

Hinn 34 ára gamli Saha kom til Sunderland í sumar og skrifaði þá undir eins árs samning. Hann hefur enn ekki spilað leik í byrjunarliði í vetur.

Leikmaðurinn er því eðlilega ósáttur og vill losna frá félaginu.

"Við höfum tjáð Louis að hann megi ræða við önnur félög og fara í það lið sem honum hentar. Samningi yrði þá einfaldlega rift," segir í yfirlýsingu Sunderland.

Takmarkaður áhugi er á kröftum Saha og því er Suður-Afríka líklegur áfangastaður í augnablikinu en lið þar ílandi er eina liðið sem hefur sýnt honum áhuga.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×