Enski boltinn

Chelsea tapaði niður 2-0 forystu - 13 stigum á eftir United

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/Nordic Photos/Getty
Chelsea náði aðeins 2-2 jafntefli á heimavelli á móti Southampton í ensku úrvalsdeildinni í kvöld þrátt fyrir að komast í 2-0 í fyrri hálfleik. Chelsea er því þrettán stigum á eftir toppliði Manchester United.

Demba Ba og Eden Hazard komu Chelsea í 2-0 í fyrri hálfleik en Rickie Lambert minnkaði muninn í upphafi seinni hálfleiks og Jason Puncheon skoraði jöfnunarmarkið á 75. mínútu.

Chelsea vann 5-1 útisigur á Southampton í enska bikarnum í upphafi ársins en nýliðarnir náðu hinsvegar í dýrmætt stig í leiknum í kvöld.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×