Enski boltinn

Jack Wilshere hetja Arsenal

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jack Wilshere skorar hér sigurmarkið.
Jack Wilshere skorar hér sigurmarkið. Mynd/Nordic Photos/Getty
Jack Wilshere tryggði Arsenal sæti í fjórðu umferð enska bikarsins þegar hann skoraði eina markið í endurteknum leik á móti Swansea City á Emirates Stadium í kvöld.

Arsenal var í stórsókn allan leikinn en virtist vera fyrirmunað að skora þar til að markið datt loksins inn á lokakaflanum.

Jack Wilshere skoraði sigurmarkið á 86. mínútu leiksins eftir sendingu frá Olivier Giroud og undirbúning Santi Cazorla.

Swansea City og Arsenal gerðu 2-2 jafntefli í fyrri leiknum í Wales og því þurfti að spila annan leik.

Arsenal mætir Brighton & Hove Albion á útivelli í 4. umferðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×