Enski boltinn

Ferguson vill að Giggs spili fram yfir fertugt

Ryan Giggs, hinn síungi leikmaður Man. Utd, var magnaður í leik Man. Utd og West Ham í gær og stjórinn hans, Sir Alex Ferguson, vill að hann spili með liðinu næsta vetur.

Samningur Giggs rennur út í sumar. Ef hann skrifar undir nýjan samning mun hann spila með liðinu fram yfir fertugt enda verður hann fertugur þann 23. nóvember næstkomandi.

"Það eru engin merki um þreytu eða veikleika í hans leik. Gæðin eru enn til staðar og hann hefur frábært jafnvægi. Hann er líka hungraður. Þess utan er hann ótrúleg manneskja," sagði Ferguson eftir sigurinn á West Ham í gær.

Giggs fékk að vita af þessum orðum stjórans er hann talaði við fjölmiðlamenn.

"Ég finn ekki fyrir aldrinum sem stendur. Ég hef sjaldan notið þess eins mikið að spila fótbolta og núna. Ef maður hefur ekki gaman af bikarleikjum á Old Trafford þá á maður að pakka saman."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×