Enski boltinn

Styttist í að Walcott skrifi undir við Arsenal

Samkvæmt heimildum breskra fjölmiðla styttist loks í að Theo Walcott skrifi undir nýjan samning við Arsenal en um fátt annað hefur verið ritað síðustu vikur.

Walcott gat leyft sér að tala við önnur félög nú í janúar og sú staða varð þess valdandi að Arsenal setti meira púður í samningaviðræðurnar.

Framherjinn hefur blómstrað í síðustu leikjum og eflaust hækkað verðgildi sitt.

"Ég er að vonast til þess að það sé mjög stutt í að við lokum þessu núna," sagði Wenger eftir leik Arsenal gegn Swansea í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×