Íslenski boltinn

Ísland hækkar um eitt sæti á styrkleikalista FIFA

Lagerbäck heldur áfram að klífa upp FIFA-listann með íslenska landsliðinu.
Lagerbäck heldur áfram að klífa upp FIFA-listann með íslenska landsliðinu. mynd/vilhelm
Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er í 89. sæti á nýjum styrkleikalista FIFA og hækkar sig upp um eitt sæti frá síðasta lista.

Kúba, Gvatemala og Kína eru í næstu sætum fyrir ofan en Írak og Nýja-Sjáland í næstu sætum á eftir.

Spánverjar sitja sem fyrr í efsta sæti. Engin breyting er á toppliðunum en í næstu sætum koma Þýskaland, Argentína, Ítalía, Kólumbía, England og Portúgal.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×