Enski boltinn

Wenger hefur áhuga á Cavani og Zaha

Edinson Cavani.
Edinson Cavani.
Arsenal hefur ekkert látið til sín taka á leikmannamarkaðnum í janúar en það er enn nóg eftir af mánuðinum.

Arsene Wenger, stjóri félagsins, hefur nú gefið út að Edinson Cavani, framherji Napoli, og Wilfried Zaha, leikmaður Crystal Palace, séu báðir á óskalista sínum.

"Ég er mjög hrifinn af Cavani. Hann er samt ekki ódýr. Við erum líka að skoða Zaha en höfum ekki gert tilboð," sagði Wenger.

Franski stjórinn er þekktur fyrir mikla þolinmæði á markaðnum en gæti látið til sín taka á lokasprettinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×