Enski boltinn

Malouda hefur aldrei hitt Benitez

Hver man eftir Florent Malouda? Jú, hann er enn leikmaður Chelsea þó svo hann spili ekkert með liðinu. Hann hefur ekki einu sinni hitt stjórann, Rafa Benitez.

Chelsea sagði við hann síðasta sumar að hann mætti fara en hann neitaði því. Roberto di Matteo, þáverandi stjóri Chelsea, henti leikmanninum því í frystikistuna og valdi hann ekki í 25-manna hópinn fyrir ensku úrvalsdeildina.

Benitez tók svo við liðinu og hann hefur ekki haft neinn áhuga á því að taka Malouda upp úr frystikistunni.

Samningur Malouda við Chelsea rennur út næsta sumar en hann er með 100 þúsund pund í vikulaun.

"Tólf mánaða undirbúningstímbil. Það verður ekki betra," sagði Malouda léttur en hann æfir með unglingaliði félagsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×