Íslenski boltinn

Guðmundur Steinarsson skiptir yfir í Njarðvík

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Guðmundur Steinarsson.
Guðmundur Steinarsson. Mynd/Valli
Guðmundur Steinarsson, markahæsti leikmaður Keflavíkur frá upphafi, mun leika með C-deildarliði Njarðvíkur í sumar en þetta kom fram í viðtali við hann á mbl.is í dag. Guðmundur var að hugsa um að leggja skóna á hilluna eftir síðasta tímabil en ákvað að slá til og spila með nágrönnunum í Njarðvík.

Guðmundur er orðinn 33 ára gamall og hefur spilað fleiri leiki og skorað fleiri mörk fyrir Keflavík í efstu deild en nokkur annar leikmaður í sögu félagsins.

Guðmundur er ennfremur í 10. til 11. sæti yfir markahæstu leikmenn efstu deildar með 81 mark og vantar aðeins sex mörk til að jafna Hörð Magnússon sem er í sjötta sætinu með 87 mörk.

Guðmundur skoraði 7 mörk í 22 leikjum með Keflavík í Pepsi-deildinni á síðasta tímabili og var þá markahæsti leikmaður liðsins ásamt Jóhanni Birni Guðmundssyni. Hann var einnig sá sem gaf flestar stoðsendingar en alls átti hann fjórar slíkar síðasta sumar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×