Enski boltinn

Rodgers: Suarez er viðkvæmur strákur

Luis Suarez, framherji Liverpool, er einkar lunkinn við að koma sér í vandræði. Nú síðast fyrir að hafa viðurkennt að hafa reynt að fiska víti gegn Stoke.

Það fór mjög í taugarnar á stjóranum hans, Brendan Rodgers, í gær en hann tekur upp hanskann fyrir hann í dag.

"Hann er vinsæll hjá fjölmiðlum vegna snilldartakta inn á vellinum og þess sem hefur gerst utan vallar. Hann hefur þó aðallega verið í fréttunum fyrir tilþrif sín innan vallar í vetur. Ef ég á að segja satt þá hefur samt stundum bankað á dyrnar hjá mér og beðist afsökunar," sagði Rodgers.

"Hann fékk gult spjald fyrir að taka boltann með hendinni gegn Southampton og daginn eftir kom hann til mín og baðst afsökunar. Þannig maður er hann.

"Hann er ekki grimmur. Svona er hans eðli. Hann er viðkvæmur strákur en tekst samt vel að takast á við öll þessi læti. Hann mun alltaf vera vinsælt umræðuefni samt því hann er frábær leikmaður."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×