Enski boltinn

Adkins rekinn frá Southampton

Nigel Adkins.
Nigel Adkins.
Southampton rak í dag stjórann sinn, Nigel Adkins, úr starfi. Hann var búinn að þjálfa liðið í tvö og hálft ár. Argentínumaðurin Mauricio Pochettino tekur við starfinu.

Hinn 47 ára gamli Adkins vann sig upp úr starfi sjúkraþjálfara í knattspyrnustjórann. Hann fór með liðið upp um tvær deildir og í úrvalsdeild þar sem það er fyrir ofan fallsvæðið í dag.

Margir skilja því ekki af hverju verið sé að sparka honum eftir hið frábæra starf sem hann er búinn að skila.

Pochettino kemur til liðsins frá Espanyol á Spáni en hann hætti hjá félaginu í nóvember síðastliðnum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×