Enski boltinn

Rodgers hrósaði Henderson og Sturridge

Þrír markaskorarar fagna í dag.
Þrír markaskorarar fagna í dag.
Brendan Rodgers, stjóri Liverpool, gat leyft sér að brosa eftir glæsilegan 5-0 sigur Liverpool á Norwich í dag.

"Jordan Henderson er alltaf að bæta sig. Þessi strákur leggur sig allan fram í alla leiki. Ég er gríðarlega ánægður með hann," sagði Rodgers en Henderson opnaði veisluna með flottu marki.

"Daniel Sturridge er frábær í teignum og við fengum hann til þess að skora mörk eins og hann gerði í dag. Þrjú mörk komin í þrem leikjum og ég held að það sé von á miklu meira.

"Við höfum verið að spila vel í vetur en við fáum meiri ógn með Daniel í liðinu. Hann er með hraða og kraft. Virkilega flottur leikmaður."

Staðan í ensku úrvalsdeildinni.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×