Enski boltinn

Aston Villa missti niður tveggja marka forskot

Benteke fagnar glæsimarki sínu í kvöld.
Benteke fagnar glæsimarki sínu í kvöld.
Aston Villa komst upp úr fallsæti í kvöld er liðið gerði 2-2 jafntefli gegn WBA. Villa missti þó niður tveggja marka forskot í leiknum.

Villa byrjaði leikinn mjög vel. Benteke kom þeim yfir með þrumuskoti og Agbonlahor kom svo Villa 0-2 fyrir hlé.

Heimamenn í WBA neituðu að gefast upp. Minnkuðu muninn snemma í síðari hálfleik og Odemwingie jafnaði svo metin sex mínútum fyrir leikslok.

Villa er í 17. sæti deildarinnar en WBA því áttunda.

Staðan í ensku úrvalsdeildinni.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×