Enski boltinn

Lampard líklega á leiðinni til Galaxy

Sterkur orðrómur er um að Frank Lampard, leikmaður Chelsea, sé á leið til bandaríska liðsins LA Galaxy og einhverjir fjölmiðlar halda því fram að búið sé að semja við Lampard.

Bruce Arena, þjálfari Galaxy, vildi ekki útiloka þann möguleika að Lampard kæmi til félagsins. Hann sagði málin líklega skýrast í næstu viku.

Galaxy er með pláss fyrir "lúxusleikmann" eftir að David Beckham ákvað að yfirgefa félagið.

Lampard verður samningslaus í sumar og Chelsea hefur ekki boðið honum nýjan samning.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×