Enski boltinn

Tevez grét einn heima hjá sér

Tevez og Mancini.
Tevez og Mancini.
Argentínumaðurinn Carlos Tevez hefur viðurkennt að hann var nálægt því að leggja skóna á hilluna eftir að hafa lent í heiftarlegum deilum við Roberto Mancini, stjóra Man. City, á síðustu leiktíð.

Tevez neitaði að hita upp í Meistaradeildarleik gegn Bayern. Mancini sagði eftir leikinn að hann fengi aldrei aftur að spila fyrir félagið. Þessi rimma endaði með því að Tevez stakk af til Argentínu.

"Ég var næstum því búinn að leggja skóna á hilluna. Ég var búinn að missa alla löngun til þess að spila fótbolta. Ég sat einn heima, inn í herbergi að gráta. Þetta var gríðarlega erfiður tími," sagði Tevez.

"Sem betur fer líður mér betur í dag og hef gaman af fótboltanum á nýjan leik. Ég er ekki hrifinn af því að sitja á bekknum og er fljótur að æsa mig og það hefur áhrif á samskipti okkar Mancini. Hér áður fyrr móðgaði ég hann er ég þurfti að vera á bekknum en núna er ég slakari og haga mér betur."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×