Enski boltinn

Gylfi og félagar örugglega áfram í enska bikarnum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/Nordic Photos/Getty
Gylfi Þór Sigurðsson var í byrjunarliðinu annan leikinn í röð og spilaði fyrstu 79 mínúturnar þegar Tottenham vann 3-0 sigur á C-deildarliðinu Coventry City í 3. umferð ensku bikarkeppninnar. Öll mörk Tottenham komu í fyrri hálfleiknum og átti Gylfi þátt í því fyrsta.

Clint Dempsey skoraði tvö mörk í fyrri hálfleiknum og átti þátt í öllum þremur mörkunum eins og Gareth Bale líka.

Dempsey skoraði fyrsta markið á 14. mínútu af stuttu færi eftir að Gareth Bale skallaði aukaspyrnu Gylfa Þórs Sigurðssonar til hans. Gareth Bale skoraði sjálfur á 33. mínútu þegar hann fylgdi á eftir skoti Clint Dempsey og Dempsey skallaði síðan inn hornspyrnu Bale á 37. mínútu.

Scott Parker var í byrjunarliði Tottenham í fyrsta sinn á tímabilinu og lék fyrstu 80 mínútur leiksins. Thomas Carroll kom inn á fyrir Gylfa en Moussa Dembélé leysti Parker af.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×