ESPN hefur sent frá sér afsökunarbeiðni eftir að íþróttalýsari stöðvarinnar kallaði Luis Suarez, leikmann Liverpool, svindlara í beinni útsendingu.
Suarez skoraði sigurmark Liverpool gegn Mansfield um helgina eftir að boltinn fór augljóslega í hendina á honum. Hann tók þó boltann ekki viljandi með hendinni.
Dómarinn sá ekki hendina og Suarez kláraði færið sitt og leikinn fyrir Liverpool.
Yfirmenn ESPN segjast leggja metnað í faglegar lýsingar og segjast hafa rætt þetta mál við lýsarann Jon Champion.
Íþróttalýsari ESPN kallaði Suarez svindlara í beinni
