Erlent

Stjórnarkreppa í uppsiglingu í Venesúela

Stjórnarkreppa er í uppsiglingu í Venesúela eftir að ríkisstjórn landsins tilkynnti í gærkvöld að Hugo Chavez forseti gæti ekki svarið embættiseið á morgun eins og lög kveða á um.

Chavez liggur sem kunnugt er þung haldin á sjúkrahúsi á Kúbu eftir fjórðu aðgerð sína gegn krabbameini. Stuðningsmenn forsetans segja að embættiseiðurinn sé formsatriði sem framkvæma megi seinna.

Þessu er stjórnarandstaðan ósammála og krefst þess að hæstiréttur landsins skeri úr um málið. Stjórnarandstaðan krefst þess að forsetakosningarnar verði haldnar að nýju ef Chavez sver ekki embættiseið sinn á réttum tíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×