Erlent

Kólnandi veður auðveldar slökkvistarf í Ástralíu

Veður hefur farið kólnandi undanfarinn sólarhring í Ástralíu og hefur það auðveldað vinnu slökkviliðsmanna sem berjast við skógarelda víða í suðurhluta landsins.

Í nótt hafa þúsundir slökkviliðsmanna barist við skógarelda á yfir 140 stöðum í Nýju Suður Wales þar sem borgin Sydney er. Enn hefur engin stjórn náðst á 30 af þessum eldum.

Íbúðahús hafa brunnið í þessum eldum og fjöldi fólks hefur neyðst til að flýja heimili sín undan þeim. Þá hefur mikið af búfé farist í þessum skógareldum.

Hitinn í Sydney fór yfir 40 gráður í gærdag en í nótt féll hitinn niður í 25 gráður. Hinsvegar reiknar veðurstofa landsins með annarri hitabylgju á þessum slóðum um næstu helgi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×