Erlent

Engin sprengjuógn lengur

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Deval Patrick, ríkisstjóri í Massachusetts, segir mikilvægt að hafa í huga að einungis tvær sprengjur hafi sprungið.
Deval Patrick, ríkisstjóri í Massachusetts, segir mikilvægt að hafa í huga að einungis tvær sprengjur hafi sprungið. Mynd/ AFP.
Engin sprengjuógn steðjar nú að íbúum í Boston. Þetta sagði talsmaður lögreglunnar á blaðamannafundi nú á þriðja tímanum. Yfirvöld þökkuðu viðbragðsaðilum fyrir störf sín og ítrekuðu beiðni sína til almennings um að öllum vísbendingum um ódæðismanninn eða mennina yrði komið áleiðis. Þrír fórust í sprenginunni, þar á meðal átta ára gamall drengur, og 150 særðust. Sautján manns eru lífshættulega særðir.

Richard Des Lauriers, sem fer fyrir rannsókn málsins af hálfu FBI, sagði við blaðamenn að það væri engin hætta sjáanleg á neinu svæði sem verið væri að rannsaka núna. Deval Patrick, ríkisstjóri í Massachusetts, sagði að það væri mjög mikilvægt að gera fólki ljóst að einungis tvær sprengjur hefðu fundist í gær. Áður höfðu fjölmiðlar greint fra´því að fleiri en tvær sprengjur hefðu fundist.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×