Drogba: Ég verð á heimavelli í báðum leikjum Henry Birgir Gunnarsson skrifar 17. desember 2013 00:01 Það verður vafalítið skemmtileg stund er Drogba kemur aftur til Chelsea. Hann mun örugglega fá faðmlag frá Mourinho. Mynd/NordicPhotos/Getty Jose Mourinho, stjóri Chelsea, talaði um fyrir dráttinn í Meistaradeildinni að hann vildi endilega spila gegn Didier Drogba og Galatasaray. Það sem Jose vill fær hann venjulega og engin breyting varð á því er dregið var í gær. „Þvílíkur dráttur. Ég er heppnasti maðurinn í Meistaradeildinni. Ég verð á heimavelli í báðum leikjum. Sjáumst eftir nokkra mánuði,“ skrifaði Drogba á Instagram-síðu sína eftir dráttinn en hann vildi endilega koma aftur á Brúna og spila gegn Mourinho og félögum. Drogba lék 340 leiki fyrir Chelsea á sínum tíma og er goðsögn hjá stuðningsmönnum félagsins. Hann skoraði er Chelsea tryggði sér sigur í Meistaradeildinni. Það var hans síðasti leikur fyrir félagið. Mourinho hvatti til þess að hann fengi hlýjar móttökur og þær mun hann alveg örugglega fá. Man. City vill ekki mæta Barca Það var vitað allan tímann að bæði Man. City og Arsenal myndu fá sterka andstæðinga þar sem þeim tókst ekki að vinna sína riðla. Man. City kom fyrst upp úr skálinni í gær. Andstæðingur þeirra verður Barcelona. Alvöru stórleikur. „Lið verða að spila gegn því liði sem það fær en Man. City vill ekki spila á móti Barcelona,“ sagði Gerardo Martino, þjálfari Barcelona, ákveðinn en hann veit engu að síður að hann er að fara að spila gegn afar sterku liði. „City er með marga frábæra leikmenn. Við munum fara á þeirra völl til þess að vinna engu að síður.“ Martino mun mæta Manuel Pellegrini, fyrrum þjálfara Real Madrid, á hliðarlínunni. „Það verður mjög spennandi að spila gegn liði Pellegrini en mér finnst hann vera einn besti þjálfari heims.“Vildi frekar Zenit en Arsenal Arsenal á ekki síður erfitt verkefni fyrir höndum gegn Evrópumeisturum Bayern. Þessi lið mættust einnig í sextán liða úrslitunum í fyrra og þá hafði Bayern betur. „Það voru auðveldari andstæðingar í pottinum. Það er alveg ljóst. Ég hefði til að mynda frekar viljað spila gegn Zenit en Arsenal,“ sagði Karl-Heinz Rummenigge, stjórnarformaður Bæjara. „Við erum samt ekkert að syrgja þennan drátt. Það liggur fyrir að það þarf að vinna alvöru lið til þess að komast áfram í þessari keppni. Við þurfum að spila tvo góða leiki. Með þrjá Þjóðverja í liðinu er að komast meiri stöðugleiki í þeirra lið og liðið er að spila vel.“ Real Madrid var talið nokkuð heppið með að lenda gegn Schalke. Real hefur fallið úr leik í undanúrslitum síðustu ár en ætlar sér stærri hluti í vetur. „Það er ekkert auðvelt verkefni í sextán liða úrslitunum. Við þurfum að vera gríðarlega einbeittir,“ sagði Carlo Ancelotti, þjálfari Real. „Þetta er reynslumikið lið. Það var engin heppni að lenda gegn þessu liði. Þessi keppni er gríðarlega mikilvæg og við verðum að vera tilbúnir í febrúar.“ PSG dróst gegn Bayer Leverkusen og þjálfari þeirra, Laurent Blanc, leyndi því ekki að hann var feginn að losna við AC Milan og Arsenal. „Við sluppum við sterk lið eins og Milan og Arsenal. Við höldum samt ekki í eina sekúndu að þetta verði auðvelt. Við munum mæta tilbúnir,“ sagði Blanc eftir dráttinn. „Ég sá liðið tapa 5-0 gegn Man. Utd en sá leikur gaf ekki rétta mynd af þeirra styrkleika. Það eru mikil gæði í þessu liði eins og sést á því að það er í öðru sæti í þýsku úrvalsdeildinni.“ Meistaradeild Evrópu Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Enski boltinn Fleiri fréttir „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sjá meira
Jose Mourinho, stjóri Chelsea, talaði um fyrir dráttinn í Meistaradeildinni að hann vildi endilega spila gegn Didier Drogba og Galatasaray. Það sem Jose vill fær hann venjulega og engin breyting varð á því er dregið var í gær. „Þvílíkur dráttur. Ég er heppnasti maðurinn í Meistaradeildinni. Ég verð á heimavelli í báðum leikjum. Sjáumst eftir nokkra mánuði,“ skrifaði Drogba á Instagram-síðu sína eftir dráttinn en hann vildi endilega koma aftur á Brúna og spila gegn Mourinho og félögum. Drogba lék 340 leiki fyrir Chelsea á sínum tíma og er goðsögn hjá stuðningsmönnum félagsins. Hann skoraði er Chelsea tryggði sér sigur í Meistaradeildinni. Það var hans síðasti leikur fyrir félagið. Mourinho hvatti til þess að hann fengi hlýjar móttökur og þær mun hann alveg örugglega fá. Man. City vill ekki mæta Barca Það var vitað allan tímann að bæði Man. City og Arsenal myndu fá sterka andstæðinga þar sem þeim tókst ekki að vinna sína riðla. Man. City kom fyrst upp úr skálinni í gær. Andstæðingur þeirra verður Barcelona. Alvöru stórleikur. „Lið verða að spila gegn því liði sem það fær en Man. City vill ekki spila á móti Barcelona,“ sagði Gerardo Martino, þjálfari Barcelona, ákveðinn en hann veit engu að síður að hann er að fara að spila gegn afar sterku liði. „City er með marga frábæra leikmenn. Við munum fara á þeirra völl til þess að vinna engu að síður.“ Martino mun mæta Manuel Pellegrini, fyrrum þjálfara Real Madrid, á hliðarlínunni. „Það verður mjög spennandi að spila gegn liði Pellegrini en mér finnst hann vera einn besti þjálfari heims.“Vildi frekar Zenit en Arsenal Arsenal á ekki síður erfitt verkefni fyrir höndum gegn Evrópumeisturum Bayern. Þessi lið mættust einnig í sextán liða úrslitunum í fyrra og þá hafði Bayern betur. „Það voru auðveldari andstæðingar í pottinum. Það er alveg ljóst. Ég hefði til að mynda frekar viljað spila gegn Zenit en Arsenal,“ sagði Karl-Heinz Rummenigge, stjórnarformaður Bæjara. „Við erum samt ekkert að syrgja þennan drátt. Það liggur fyrir að það þarf að vinna alvöru lið til þess að komast áfram í þessari keppni. Við þurfum að spila tvo góða leiki. Með þrjá Þjóðverja í liðinu er að komast meiri stöðugleiki í þeirra lið og liðið er að spila vel.“ Real Madrid var talið nokkuð heppið með að lenda gegn Schalke. Real hefur fallið úr leik í undanúrslitum síðustu ár en ætlar sér stærri hluti í vetur. „Það er ekkert auðvelt verkefni í sextán liða úrslitunum. Við þurfum að vera gríðarlega einbeittir,“ sagði Carlo Ancelotti, þjálfari Real. „Þetta er reynslumikið lið. Það var engin heppni að lenda gegn þessu liði. Þessi keppni er gríðarlega mikilvæg og við verðum að vera tilbúnir í febrúar.“ PSG dróst gegn Bayer Leverkusen og þjálfari þeirra, Laurent Blanc, leyndi því ekki að hann var feginn að losna við AC Milan og Arsenal. „Við sluppum við sterk lið eins og Milan og Arsenal. Við höldum samt ekki í eina sekúndu að þetta verði auðvelt. Við munum mæta tilbúnir,“ sagði Blanc eftir dráttinn. „Ég sá liðið tapa 5-0 gegn Man. Utd en sá leikur gaf ekki rétta mynd af þeirra styrkleika. Það eru mikil gæði í þessu liði eins og sést á því að það er í öðru sæti í þýsku úrvalsdeildinni.“
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Enski boltinn Fleiri fréttir „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sjá meira