Erlent

Tímasetningin sætir gagnrýni

Eric Schmidt, stjórnarformaður Google, (fyrir miðju) við komuna til Pjongjang í Norður-Kóreu í gær.
Eric Schmidt, stjórnarformaður Google, (fyrir miðju) við komuna til Pjongjang í Norður-Kóreu í gær. Fréttablaðið/AP
Eric Schmidt, stjórnarformaður Google, vill kynnast efnahagsaðstæðum og samfélagsmiðlum í Norður-Kóreu af eigin raun í einkaheimsókn til landsins, samkvæmt upplýsingum frá sendinefnd hans.

Stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa lýst efasemdum vegna tímasetningar heimsóknarinnar. Örfáar vikur séu frá umdeildu eldflaugarskoti Norður-Kóreu.

Frá því að Kim Jong-un tók við völdum í landinu fyrir ári síðan er Schmidt umsvifamesti viðskiptajöfur Bandaríkjanna til að heimsækja landið, sem er alræmt fyrir hömlur og ritskoðun á netinu. Bill Richardson, fyrrverandi ríkisstjóri í Nýju-Mexíkó í Bandaríkjunum, sem er í föruneyti Schmidts, sagði að um mannúðarheimsókn væri að ræða, ótengda málefnum Google. - óká




Fleiri fréttir

Sjá meira


×