Enski boltinn

Tevez varar Balotelli við

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Carlos Tevez ætlar að hjálpa liðsfélaga sínum hjá Manchester City, Mario Balotelli, svo hann geri ekki sömu mistök og Tevez gerði sjálfur á sínum tíma.

Balotelli komst enn og aftur í fréttirnar í síðustu viku fyrir hegðun sína þegar honum lenti saman við Roberto Mancini, stjóra liðsins.

Tevez þekkir þessa stöðu vel en á síðasta keppnistímabili var hann í kuldanum svo mánuðum skiptir eftir að hafa deilt við Mancini.

„Ég reyni að hjálpa Mario með því að tala við hann, innan sem utan vallar. Ég þekki hans stöðu vel," sagði Tevez við enska fjölmiðla.

„Ég hef alltaf verið reiðubúinn að hjálpa honum svo hann geri ekki sömu mistök og ég gerði áður."

Hann segir að uppákoman í síðustu viku sé ekki stórvægileg. „Svona lagað hefur komið upp hjá öllum þeim félögum sem ég hef verið hjá. En hjá City er sviðsljósið alltaf á okkur, sérstaklega hjá Roberto og Mario. Þetta gerist alls staðar en hjá okkur kemst allt svona í fréttirnar."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×