Suarez enn á milli tannanna á fólki Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. apríl 2013 00:01 Suarez skorar jöfnunarmarkið í blálokin. Nordicphotos/AFP Luis Suarez tryggði Liverpool 2-2 jafntefli gegn Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í dag. Suarez skoraði með skalla á sjöundu mínútu í viðbótartíma og bjargaði stigi fyrir þá rauðklæddu. Það voru leikmenn Chelsea sem voru beittari framan af leik og komust yfir á 26. mínútu leiksins. Juan Mata hélt áfram að leggja upp mörk fyrir félaga sína en hornspyrna Spánverjans rataði á koll Brasilíumannsins Oscar. Mata hefur lagt upp tólf mörk í deildinni á leiktíðinni og stefnir í að verða matari ársins. Fyrri hálfleikur var annars heldur tíðindalítill en áhorfendur voru ekki sviknir af síðari hálfleiknum. Daniel Sturridge kom inn á sem varamaður í hálfleik og Liverpool beit frá sér. Varamaðurinn var búinn að leggja upp dauðafæri og skjóta í stöng á innan við tveimur mínútum svo von kviknaði í hjörtum heimamanna.Oscar kemur Chelsea á bragðið eftir stoðsendingu Juan Mata.Nordicphotos/GettySturridge batt svo enda á frábæra sókn Liverpool með fínu marki á 52. mínútu. Luis Suarez átti stoðsendinguna sem var stórkostleg og Sturridge þurfti aðeins að stýra boltanum í netið af stuttu færi. Enn jókst dramatíkin fimm mínútum síðar þegar Chelsea fékk hornspyrnu. Luis Suarez handlék boltann klaufalega og vítaspyrna réttilega dæmd. Eden Hazard skoraði af fádæma öryggi úr spyrnunni þrátt fyrir að heila eilífð þyrfti að bíða eftir að hún yrði tekin.Ivanovic öskrar eftir að Suarez beit til hans.NordicphotosAFPÁ 65. mínútu gerðist umdeilt atvik. Suarez tapaði þá boltanum eftir baráttu við Branislav Ivanovic og virtist bíta til Ivanovic. Kevin Friend, dómari leiksins, sá ekki atvikið en Ivanovic gerði þó tilraun til að sýna honum tannfarið. Þegar allt stefndi í útisigur Chelsea og sjö mínútur komnar fram yfir venjulegan leiktíma dúkkaði umdeildasti maður dagsins upp á nærstönginni og tryggði Liverpool stigið. Stuðningsmenn Arsenal og Tottenham fagna úrslitunum vafalítið enda liðin þrjú í harðri baráttu um sæti í Meistaradeildar Evrópu á næstu leiktíð.Sportið á Vísi er komið á Facebook. Fylgstu með. Enski boltinn Tengdar fréttir Ótrúleg endurkoma Tottenham Tottenham lagði Manchester City af velli 3-1 á White Hart Lane í ensku úrvalsdeildinni í dag. Samir Nasri kom City yfir í fyrri hálfleik með marki á 5. mínútu. Hann fékk góða sendingu frá James Milner og renndi boltanum í fjærhornið. 21. apríl 2013 00:01 Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Enski boltinn Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti Fleiri fréttir Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Slot: Engin auka pressa við þetta tap Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Arteta fyrstur stjóranna á fætur Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Sjá meira
Luis Suarez tryggði Liverpool 2-2 jafntefli gegn Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í dag. Suarez skoraði með skalla á sjöundu mínútu í viðbótartíma og bjargaði stigi fyrir þá rauðklæddu. Það voru leikmenn Chelsea sem voru beittari framan af leik og komust yfir á 26. mínútu leiksins. Juan Mata hélt áfram að leggja upp mörk fyrir félaga sína en hornspyrna Spánverjans rataði á koll Brasilíumannsins Oscar. Mata hefur lagt upp tólf mörk í deildinni á leiktíðinni og stefnir í að verða matari ársins. Fyrri hálfleikur var annars heldur tíðindalítill en áhorfendur voru ekki sviknir af síðari hálfleiknum. Daniel Sturridge kom inn á sem varamaður í hálfleik og Liverpool beit frá sér. Varamaðurinn var búinn að leggja upp dauðafæri og skjóta í stöng á innan við tveimur mínútum svo von kviknaði í hjörtum heimamanna.Oscar kemur Chelsea á bragðið eftir stoðsendingu Juan Mata.Nordicphotos/GettySturridge batt svo enda á frábæra sókn Liverpool með fínu marki á 52. mínútu. Luis Suarez átti stoðsendinguna sem var stórkostleg og Sturridge þurfti aðeins að stýra boltanum í netið af stuttu færi. Enn jókst dramatíkin fimm mínútum síðar þegar Chelsea fékk hornspyrnu. Luis Suarez handlék boltann klaufalega og vítaspyrna réttilega dæmd. Eden Hazard skoraði af fádæma öryggi úr spyrnunni þrátt fyrir að heila eilífð þyrfti að bíða eftir að hún yrði tekin.Ivanovic öskrar eftir að Suarez beit til hans.NordicphotosAFPÁ 65. mínútu gerðist umdeilt atvik. Suarez tapaði þá boltanum eftir baráttu við Branislav Ivanovic og virtist bíta til Ivanovic. Kevin Friend, dómari leiksins, sá ekki atvikið en Ivanovic gerði þó tilraun til að sýna honum tannfarið. Þegar allt stefndi í útisigur Chelsea og sjö mínútur komnar fram yfir venjulegan leiktíma dúkkaði umdeildasti maður dagsins upp á nærstönginni og tryggði Liverpool stigið. Stuðningsmenn Arsenal og Tottenham fagna úrslitunum vafalítið enda liðin þrjú í harðri baráttu um sæti í Meistaradeildar Evrópu á næstu leiktíð.Sportið á Vísi er komið á Facebook. Fylgstu með.
Enski boltinn Tengdar fréttir Ótrúleg endurkoma Tottenham Tottenham lagði Manchester City af velli 3-1 á White Hart Lane í ensku úrvalsdeildinni í dag. Samir Nasri kom City yfir í fyrri hálfleik með marki á 5. mínútu. Hann fékk góða sendingu frá James Milner og renndi boltanum í fjærhornið. 21. apríl 2013 00:01 Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Enski boltinn Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti Fleiri fréttir Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Slot: Engin auka pressa við þetta tap Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Arteta fyrstur stjóranna á fætur Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Sjá meira
Ótrúleg endurkoma Tottenham Tottenham lagði Manchester City af velli 3-1 á White Hart Lane í ensku úrvalsdeildinni í dag. Samir Nasri kom City yfir í fyrri hálfleik með marki á 5. mínútu. Hann fékk góða sendingu frá James Milner og renndi boltanum í fjærhornið. 21. apríl 2013 00:01