Suarez enn á milli tannanna á fólki Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. apríl 2013 00:01 Suarez skorar jöfnunarmarkið í blálokin. Nordicphotos/AFP Luis Suarez tryggði Liverpool 2-2 jafntefli gegn Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í dag. Suarez skoraði með skalla á sjöundu mínútu í viðbótartíma og bjargaði stigi fyrir þá rauðklæddu. Það voru leikmenn Chelsea sem voru beittari framan af leik og komust yfir á 26. mínútu leiksins. Juan Mata hélt áfram að leggja upp mörk fyrir félaga sína en hornspyrna Spánverjans rataði á koll Brasilíumannsins Oscar. Mata hefur lagt upp tólf mörk í deildinni á leiktíðinni og stefnir í að verða matari ársins. Fyrri hálfleikur var annars heldur tíðindalítill en áhorfendur voru ekki sviknir af síðari hálfleiknum. Daniel Sturridge kom inn á sem varamaður í hálfleik og Liverpool beit frá sér. Varamaðurinn var búinn að leggja upp dauðafæri og skjóta í stöng á innan við tveimur mínútum svo von kviknaði í hjörtum heimamanna.Oscar kemur Chelsea á bragðið eftir stoðsendingu Juan Mata.Nordicphotos/GettySturridge batt svo enda á frábæra sókn Liverpool með fínu marki á 52. mínútu. Luis Suarez átti stoðsendinguna sem var stórkostleg og Sturridge þurfti aðeins að stýra boltanum í netið af stuttu færi. Enn jókst dramatíkin fimm mínútum síðar þegar Chelsea fékk hornspyrnu. Luis Suarez handlék boltann klaufalega og vítaspyrna réttilega dæmd. Eden Hazard skoraði af fádæma öryggi úr spyrnunni þrátt fyrir að heila eilífð þyrfti að bíða eftir að hún yrði tekin.Ivanovic öskrar eftir að Suarez beit til hans.NordicphotosAFPÁ 65. mínútu gerðist umdeilt atvik. Suarez tapaði þá boltanum eftir baráttu við Branislav Ivanovic og virtist bíta til Ivanovic. Kevin Friend, dómari leiksins, sá ekki atvikið en Ivanovic gerði þó tilraun til að sýna honum tannfarið. Þegar allt stefndi í útisigur Chelsea og sjö mínútur komnar fram yfir venjulegan leiktíma dúkkaði umdeildasti maður dagsins upp á nærstönginni og tryggði Liverpool stigið. Stuðningsmenn Arsenal og Tottenham fagna úrslitunum vafalítið enda liðin þrjú í harðri baráttu um sæti í Meistaradeildar Evrópu á næstu leiktíð.Sportið á Vísi er komið á Facebook. Fylgstu með. Enski boltinn Tengdar fréttir Ótrúleg endurkoma Tottenham Tottenham lagði Manchester City af velli 3-1 á White Hart Lane í ensku úrvalsdeildinni í dag. Samir Nasri kom City yfir í fyrri hálfleik með marki á 5. mínútu. Hann fékk góða sendingu frá James Milner og renndi boltanum í fjærhornið. 21. apríl 2013 00:01 Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Í beinni: Brentford - Man. Utd | Ekki unnið í einn og hálfan mánuð Enski boltinn „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu Körfubolti Fleiri fréttir Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Í beinni: Brentford - Man. Utd | Ekki unnið í einn og hálfan mánuð Í beinni: West Ham - Spurs | Með hugann í Noregi? Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Sjá meira
Luis Suarez tryggði Liverpool 2-2 jafntefli gegn Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í dag. Suarez skoraði með skalla á sjöundu mínútu í viðbótartíma og bjargaði stigi fyrir þá rauðklæddu. Það voru leikmenn Chelsea sem voru beittari framan af leik og komust yfir á 26. mínútu leiksins. Juan Mata hélt áfram að leggja upp mörk fyrir félaga sína en hornspyrna Spánverjans rataði á koll Brasilíumannsins Oscar. Mata hefur lagt upp tólf mörk í deildinni á leiktíðinni og stefnir í að verða matari ársins. Fyrri hálfleikur var annars heldur tíðindalítill en áhorfendur voru ekki sviknir af síðari hálfleiknum. Daniel Sturridge kom inn á sem varamaður í hálfleik og Liverpool beit frá sér. Varamaðurinn var búinn að leggja upp dauðafæri og skjóta í stöng á innan við tveimur mínútum svo von kviknaði í hjörtum heimamanna.Oscar kemur Chelsea á bragðið eftir stoðsendingu Juan Mata.Nordicphotos/GettySturridge batt svo enda á frábæra sókn Liverpool með fínu marki á 52. mínútu. Luis Suarez átti stoðsendinguna sem var stórkostleg og Sturridge þurfti aðeins að stýra boltanum í netið af stuttu færi. Enn jókst dramatíkin fimm mínútum síðar þegar Chelsea fékk hornspyrnu. Luis Suarez handlék boltann klaufalega og vítaspyrna réttilega dæmd. Eden Hazard skoraði af fádæma öryggi úr spyrnunni þrátt fyrir að heila eilífð þyrfti að bíða eftir að hún yrði tekin.Ivanovic öskrar eftir að Suarez beit til hans.NordicphotosAFPÁ 65. mínútu gerðist umdeilt atvik. Suarez tapaði þá boltanum eftir baráttu við Branislav Ivanovic og virtist bíta til Ivanovic. Kevin Friend, dómari leiksins, sá ekki atvikið en Ivanovic gerði þó tilraun til að sýna honum tannfarið. Þegar allt stefndi í útisigur Chelsea og sjö mínútur komnar fram yfir venjulegan leiktíma dúkkaði umdeildasti maður dagsins upp á nærstönginni og tryggði Liverpool stigið. Stuðningsmenn Arsenal og Tottenham fagna úrslitunum vafalítið enda liðin þrjú í harðri baráttu um sæti í Meistaradeildar Evrópu á næstu leiktíð.Sportið á Vísi er komið á Facebook. Fylgstu með.
Enski boltinn Tengdar fréttir Ótrúleg endurkoma Tottenham Tottenham lagði Manchester City af velli 3-1 á White Hart Lane í ensku úrvalsdeildinni í dag. Samir Nasri kom City yfir í fyrri hálfleik með marki á 5. mínútu. Hann fékk góða sendingu frá James Milner og renndi boltanum í fjærhornið. 21. apríl 2013 00:01 Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Í beinni: Brentford - Man. Utd | Ekki unnið í einn og hálfan mánuð Enski boltinn „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu Körfubolti Fleiri fréttir Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Í beinni: Brentford - Man. Utd | Ekki unnið í einn og hálfan mánuð Í beinni: West Ham - Spurs | Með hugann í Noregi? Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Sjá meira
Ótrúleg endurkoma Tottenham Tottenham lagði Manchester City af velli 3-1 á White Hart Lane í ensku úrvalsdeildinni í dag. Samir Nasri kom City yfir í fyrri hálfleik með marki á 5. mínútu. Hann fékk góða sendingu frá James Milner og renndi boltanum í fjærhornið. 21. apríl 2013 00:01