Erlent

Nokkrir líklegir arftakar

Mark Quellet frá Kanada
Mark Quellet frá Kanada
Nokkrir kardínálar hafa verið nefndir oftar en aðrir sem líklegir arftakar Benedikts XVI. páfa. Slíkt eru þó einungis vangaveltur og oft hefur á endanum orðið fyrir valinu kardínáli sem fáum þótti fyrir fram líklegur til að hreppa hnossið.

Töluverð tíðindi yrðu ef næsti páfi kæmi frá þriðja heiminum svonefnda, en nokkrir kardínálar frá ríkjum Afríku og Suður-Ameríku þykja eiga góða möguleika á kjöri. Úr þeim hópi hefur Peter Turkson frá Gana einna oftast verið nefndur, en einnig Francis Arinze frá Nígeríu, Lonardo Sandri frá Argentínu og Oscar Rodrigues Maradiaga frá Hondúras.

Kardínálastaða er æðsta heiðursembætti kaþólsku kirkjunnar. Það er páfi sjálfur sem velur í hóp kardínálanna og eru þeir nú rúmlega 200 talsins. Einungis kardínálar geta orðið páfar, en þeir mega ekki vera orðnir áttræðir. Nú eru 117 kardínálar innan við áttrætt, og það er sá hópur sem er kjörgengur til páfa.

Alls eru 63 þeirra eru frá Evrópuríkjum, 33 frá Norður-, Mið- og Suður-Ameríku, ellefu frá Afríku, ellefu frá Asíu og einn frá Ástralíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×