Samkynhneigð pör fá sömu réttindi Guðsteinn Bjarnason skrifar 27. júní 2013 06:00 Samkynhneigðir og stuðningsmenn þeirra fagna innilega fyrir framan byggingu Hæstaréttar Bandaríkjanna í Washington.nordicphotos/AFP Mynd/Nordicphoto/AFP Barack Obama Bandaríkjaforseti fagnaði í gær niðurstöðu Hæstaréttar Bandaríkjanna, sem nam úr gildi lög frá 1996 er fela í sér mismunum gagnvart samkynhneigðum pörum sem gengið hafa í hjónaband. Hann sagðist þegar hafa falið Eric Holden, dómsmálaráðherra ríkisstjórnar sinnar, að sjá til þess að lög einstakra ríkja Bandaríkjanna gangi ekki gegn þessari niðurstöðu dómstólsins. „Megináhrif laganna felast í því að sum þeirra hjónabanda sem ríkisvald hefur lagt blessun sína yfir eru skilgreind sérstaklega og látin hafa minna gildi en önnur,“ segir í úrskurðinum, sem fimm af níu dómurum Hæstaréttar stóðu að. Það var Bill Clinton, þáverandi Bandaríkjaforseti, sem árið 1996 undirritaði „Lög um vernd hjónabandsins“, sem kváðu á um að einungis gagnkynhneigð hjón gætu notið þeirra félagslegu réttinda sem veitt eru hjónum í alríkislögum. Clinton hefur síðar skipt um skoðun og studdi nú, ásamt flokksbróður sínum, Barack Obama forseta, eindregið afnám laganna. Í hinu málinu, er einnig varðar hjónabönd samkynhneigðra, forðaðist dómstóllinn að taka afstöðu til þess hvort bann við hjónaböndum samkynhneigðra, sem íbúar í Kaliforníu samþykktu í atkvæðagreiðslu árið 2008, stæðist stjórnarskrána. Hins vegar lét Hæstiréttur úrskurð undirréttar í Kaliforníu í málinu standa óhreyfðan, en undirrétturinn hafði ógilt bannið. Alls hafa tólf af ríkjum Bandaríkjanna ásamt höfuðborginni Washington leitt hjónabönd samkynhneigðra í lög. Að auki gengu þúsundir samkynhneigðra para í Kaliforníu í hjónaband þann tiltölulega stutta tíma sem það var leyfilegt þar. Búist er við því að Kaliforníubúar muni strax í næsta mánuði reyna að fá því framgengt að hjónabönd samkynhneigðra verði lögleidd þar á ný. Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Erlent Fleiri fréttir Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Sjá meira
Barack Obama Bandaríkjaforseti fagnaði í gær niðurstöðu Hæstaréttar Bandaríkjanna, sem nam úr gildi lög frá 1996 er fela í sér mismunum gagnvart samkynhneigðum pörum sem gengið hafa í hjónaband. Hann sagðist þegar hafa falið Eric Holden, dómsmálaráðherra ríkisstjórnar sinnar, að sjá til þess að lög einstakra ríkja Bandaríkjanna gangi ekki gegn þessari niðurstöðu dómstólsins. „Megináhrif laganna felast í því að sum þeirra hjónabanda sem ríkisvald hefur lagt blessun sína yfir eru skilgreind sérstaklega og látin hafa minna gildi en önnur,“ segir í úrskurðinum, sem fimm af níu dómurum Hæstaréttar stóðu að. Það var Bill Clinton, þáverandi Bandaríkjaforseti, sem árið 1996 undirritaði „Lög um vernd hjónabandsins“, sem kváðu á um að einungis gagnkynhneigð hjón gætu notið þeirra félagslegu réttinda sem veitt eru hjónum í alríkislögum. Clinton hefur síðar skipt um skoðun og studdi nú, ásamt flokksbróður sínum, Barack Obama forseta, eindregið afnám laganna. Í hinu málinu, er einnig varðar hjónabönd samkynhneigðra, forðaðist dómstóllinn að taka afstöðu til þess hvort bann við hjónaböndum samkynhneigðra, sem íbúar í Kaliforníu samþykktu í atkvæðagreiðslu árið 2008, stæðist stjórnarskrána. Hins vegar lét Hæstiréttur úrskurð undirréttar í Kaliforníu í málinu standa óhreyfðan, en undirrétturinn hafði ógilt bannið. Alls hafa tólf af ríkjum Bandaríkjanna ásamt höfuðborginni Washington leitt hjónabönd samkynhneigðra í lög. Að auki gengu þúsundir samkynhneigðra para í Kaliforníu í hjónaband þann tiltölulega stutta tíma sem það var leyfilegt þar. Búist er við því að Kaliforníubúar muni strax í næsta mánuði reyna að fá því framgengt að hjónabönd samkynhneigðra verði lögleidd þar á ný.
Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Erlent Fleiri fréttir Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Sjá meira