Erlent

Geimfarið Shenzhou tíu heldur út í geim

Geimfarið Shenzhou tíu mun halda til geimstöðvarinnar Tiangong.
Geimfarið Shenzhou tíu mun halda til geimstöðvarinnar Tiangong. Nordicphotos/AFP

KínaKínverjar senda geimfarið Shenzhou tíu út í geiminn í dag. Þrír geimfarar, Nie Haisheng, Zhang Xiaoguang og Wang Yaping, verða í áhöfn geimfarsins. Wang er kona og verður önnur kínverska konan til að fara út í geim.

Geimfararnir munu fara um borð í geimstöðina Tiangong og gera ýmsar tilraunir þar næstu fimmtán daga, sem gerir ferðina lengstu geimferð Kínverja hingað til. Tíu ár eru um þessar mundir síðan Kínverjar sendu menn út í geiminn í fyrsta skipti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×