Rooney áfram í stuði með nýju höfuðhlífina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. september 2013 18:00 Mynd/NordicPhotos/Getty Wayne Rooney skoraði tvö og lagði upp eitt þegar Manchester United vann öruggan 4-2 sigur á þýska liðinu Bayer 04 Leverkusen í fyrsta leik sínum í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í fótbolta en liðin mættust á Old Trafford í kvöld. Það er því ljóst að Rooney kann vel við sig með nýju höfuðhlífina sína. Þetta var fyrsti leikur David Moyes sem knattspyrnustjóri í Meistaradeildinni og það er óhætt að segja að skoski stjórinn fari vel af stað. Þetta var líka annar sigur United-liðsins á Old Trafford á nokkrum dögum en það eru fyrstu sigrar Moyes í Leikhúsi draumanna. Wayne Rooney kom Manchester United í 1-0 á 22. mínútu með viðstöðulausu skoti eftir fyrirgjöf frá Patrice Evra. Markið átti líklega ekki að standa því Antonio Valencia var rangstæður þegar hann truflaði markvörð þýska liðsins. Wayne Rooney fékk algjört dauðafæri á 52. mínútu til að annaðhvort skora sjálfur eða gefa á dauðafrían Robin van Persie en gerði hvorugt því skotið hans sigldi bæði framhjá stönginni og Van Persie. Leikmenn Leverkusen þökkuðu pent fyrir þetta og jöfnuðu leikinn í næstu sókn þegar Simon Rolfes skoraði með laglegu langskoti. Manchester United brást þó vel við þessu mótlæti því Robin van Persie kom United aftur yfir með góðu hægri fótar skoti eftir fyrirgjöf frá Antonio Valencia. Þetta var þrettánda mark hans í síðustu þrettán leikjum með United í öllum keppnum. Rooney bætti síðan við öðru marki sínu á 70. mínútu eftir að hafa sloppið í gegn eftir langt útspark markvarðarins David De Gea. Wayne Rooney lagði síðan upp mark fyrir Antonio Valencia á 79. mínútu og Ekvadormaðurinn innsiglaði sigurinn með laglegu skoti. Ömer Toprak minnkaði muninn fyrir Leverkusen í lokin eftir að United-mönnum mistókst að koma boltanum í burtu eftir hornspyrnu. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Fótbolti Potter undir mikilli pressu Enski boltinn Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Enski boltinn Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Langfljótastur í fimmtíu mörkin Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Dregið í Meistaradeild: Glódís mætir Íslendingum, Arsenal og Barcelona Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Potter undir mikilli pressu Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Sjá meira
Wayne Rooney skoraði tvö og lagði upp eitt þegar Manchester United vann öruggan 4-2 sigur á þýska liðinu Bayer 04 Leverkusen í fyrsta leik sínum í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í fótbolta en liðin mættust á Old Trafford í kvöld. Það er því ljóst að Rooney kann vel við sig með nýju höfuðhlífina sína. Þetta var fyrsti leikur David Moyes sem knattspyrnustjóri í Meistaradeildinni og það er óhætt að segja að skoski stjórinn fari vel af stað. Þetta var líka annar sigur United-liðsins á Old Trafford á nokkrum dögum en það eru fyrstu sigrar Moyes í Leikhúsi draumanna. Wayne Rooney kom Manchester United í 1-0 á 22. mínútu með viðstöðulausu skoti eftir fyrirgjöf frá Patrice Evra. Markið átti líklega ekki að standa því Antonio Valencia var rangstæður þegar hann truflaði markvörð þýska liðsins. Wayne Rooney fékk algjört dauðafæri á 52. mínútu til að annaðhvort skora sjálfur eða gefa á dauðafrían Robin van Persie en gerði hvorugt því skotið hans sigldi bæði framhjá stönginni og Van Persie. Leikmenn Leverkusen þökkuðu pent fyrir þetta og jöfnuðu leikinn í næstu sókn þegar Simon Rolfes skoraði með laglegu langskoti. Manchester United brást þó vel við þessu mótlæti því Robin van Persie kom United aftur yfir með góðu hægri fótar skoti eftir fyrirgjöf frá Antonio Valencia. Þetta var þrettánda mark hans í síðustu þrettán leikjum með United í öllum keppnum. Rooney bætti síðan við öðru marki sínu á 70. mínútu eftir að hafa sloppið í gegn eftir langt útspark markvarðarins David De Gea. Wayne Rooney lagði síðan upp mark fyrir Antonio Valencia á 79. mínútu og Ekvadormaðurinn innsiglaði sigurinn með laglegu skoti. Ömer Toprak minnkaði muninn fyrir Leverkusen í lokin eftir að United-mönnum mistókst að koma boltanum í burtu eftir hornspyrnu.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Fótbolti Potter undir mikilli pressu Enski boltinn Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Enski boltinn Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Langfljótastur í fimmtíu mörkin Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Dregið í Meistaradeild: Glódís mætir Íslendingum, Arsenal og Barcelona Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Potter undir mikilli pressu Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Sjá meira