Eyjakonur lönduðu gríðarlega mikilvægum sigri í baráttunni um annað sæti Pepsi-deildar kvenna í dag þegar liðið vann 3-1 sigur á Breiðabliki í Eyjum í dag. ÍBV hefur eins stigs forskot á Val en Valur vann 3-1 útisigur á FH á sama tíma.
Shaneka Jodian Gordon skoraði tvö mörk fyrir ÍBV-liðið í sigrinum á Blikum en Breiðablik hefur aðeins fengið eitt stig úr þremur leikjum síðan að liðið vann bikarmeistaratitilinn á Laugardalsvellinum.
Valur vann 3-1 útisigur á FH þrátt fyrir að missa Ólínu Guðbjörgu Viðarsdóttur af velli með rautt spjald á 49. mínútu. Elín Metta Jensen skoraði tvö mörk í leiknum og er komin með 16 mörk í deildinni.
Stjörnukonur eru áfram á góðri leið með því að setja nýtt stigamet en Íslandsmeistararnir unnu í dag 4-0 stórsigur á Selfossi á Samsung vellinum í Garðabæ. Harpa Þorsteinsdóttir, markhæsti leikmaður deildarinnar, bætti tveimur mörkum við og er því búin að skora 23 deildarmörk í sumar.
Upplýsingar um markaskorara eru af hluta fengnar frá vefsíðunni úrslit.net.
Úrslit og markaskorarar í Pepsi-deild kvenna:
Hk/Víkingur - Þróttur 4-1
Elma Lára Auðunsdóttir (6.), 2-0 Bergþóra Gná Hannesdóttir (49.), 2-1 Valgerður Jóhannsdóttir (52.), 3-1 Tinna Óðinsdóttir (53.), 4-1 Natalía Reynisdóttir (84.).
ÍBV - Breiðablik 3-1
1-0 Shaneka Gordon (2.), 2-0 Ana Maria Lopez (50.), 3-0 Shaneka Gordon (60.), 3-1 Rakel Hönnudóttir, víti (90.+1)
FH - Valur 1-3
0-1 Hildur Antonsdóttir (1.), 1-1 Sigrún Ella Einarsdóttir (9.), 1-2 Elín Metta Jensen (47.), 1-3 Elín Metta Jensen (74.)
Stjarnan - Selfoss 4-0
1-0 Harpa Þorsteinsdóttir (25.), 2-0 Anna Björk Kristjánsdóttir (32.), 3-0 Ásgerður Stefanía Baldursdóttir (39.), 4-0 Harpa Þorsteinsdóttir (50.)
