Erlent

Kaffiverkfall hafið í Kólombíu

Heimsmarkaðsverð á kaffi fer hækkandi þessa stundina þar sem þúsundir landbúnaðarverkamanna á kaffiekrum í Kólombíu eru komnir í verkfall. Kólombía er fjórði stærsti útflytjandi á kaffi í heiminum.

Verkfallið hófst vegna óánægju verkamannanna með lækkandi verð á afurðum þeirra vegna gengisfellingar á peósanum. Þegar hefur komið til átaka milli lögreglu og verkamanna á nokkrum stöðum.

Forseti landsins Juan Manuel Santos hvetur til þess að verkfallið verði stöðvað þar sem það er óþarft og óþægilegt fyrir landið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×