Erlent

Eldflaug skotið frá Gaza á skotmark í Ísrael

nordicphotos/getty
Eldflaug var skotið frá Gaza svæðinu á skotmark í suðurhluta Ísraels í gærkvöldi.

Þetta er fyrsta eldflaugaskotið frá því að yfirvöld í Ísrael og Hamas hreyfingin sömdu um vopnahlé í nóvember s.l. Ekki er vitað til þess að neinn hafi fallið í þessu eldflaugaskoti.

Áður en vopnahléið var samið í nóvember hafði fjölda eldflauga verið skotið á Ísrael frá Gaza en Ísraelsmenn svöruðu með loftárásum á Gaza þar sem fjöldi manna féll.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×