Erlent

Stafrænum ermum bætt á kjól Obama

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Kjóllinn (t.v.) þótti ekki boðlegur af fréttastofu Fars í Teheran.
Kjóllinn (t.v.) þótti ekki boðlegur af fréttastofu Fars í Teheran.
Forsetafrú Bandaríkjanna, Michelle Obama, tilkynnti um sigur kvikmyndarinnar Argo á Óskarsverðlaunaafhendingunni, en kjóllinn hennar vakti misjafna lukku í Íran.

Obama var klædd í glæsilegan silfurlitaðan hlýrakjól, en fréttastofa Fars í Teheran gerði sína eigin útgáfu af flíkinni í frétt stofunnar um Óskarsverðlaunin.

Hafði ermum verið bætt á kjólinn í myndvinnsluforriti og var hann orðinn heldur efnismeiri að framan.

Fréttastofan, sem sögð er tengjast íranska byltingarhernum, fordæmdi einnig sigurmynd kvöldsins, og sagði hana and-íranskan áróður síonista í Hollywood.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×