Erlent

Klámhundur eða aulabárður?

Belgískur prófessor við háskóla í Hollandi var látinn taka pokann sinn á dögunum eftir að hann opnaði klámsíðu í miðri fjarkennslu. Maðurinn, sem er prófessor í efnafræði, sagði hollenskum fjölmiðlum í dag að hann hefði opnað síðuna fyrir mistök.

Atvikið átti sér stað stuttu eftir að prófessorinn hafði lokið fyrirlestri sínum. Hann kvaddi nemendur sem fylgdust með kennslunni í gegnum veraldarvefinn og settist því næst fyrir framan fartölvu sem tengd var við skjávarpa. Hann virðist hafa gleymt að slökkva á myndvarpanum enda opnaði hann klámsíðuna í viðurvist þeirra sem voru í fjarkennslu.

Nemendurnir dreifðu síðan myndbandi af atvikinu en það hafnaði á endanum á skrifstofu rektors sem rak prófessorinn umsvifalaust.

Prófessorinn sagði hollenska fréttablaðinu De Morgen að klámsíðan hefði opnast fyrir mistök og ítrekaði að hann væri ekki vanur að vinna á fartölvu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×