Enski boltinn

Aron og Heiðar fengu ekki að spila þegar Cardiff datt út úr enska bikarnum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/Nordic Photos/Getty
Cardiff City datt óvænt úr úr ensku bikarkeppninni í dag þegar liðið tapaði 2-1 fyrir utandeildarliðinu Macclesfield Town í 64 liða úrslitum keppninnar. Malky Mackay, stjóri Cardiff, gerði ellefu breytingar á byrjunarliði sínu og telfdi fram algjöru varaliði í þessum leik.

Aron Einar Gunnarsson og Heiðar Helguson voru hvorugir í leikmannahópi Cardiff sem er á toppnum í ensku b-deildinni. Kadeem Harris spilaði sinn fyrsta leik með félaginu og fjórir aðrir leikmenn byrjunarliðsins höfðu ekki spilað deildarleik á tímabilinu.

Nathaniel Jarvis kom Cardiff reyndar í 1-0 á 56.mínútu og það stefndi í velskan sigur þegar Matthew Barnes-Homer skoraði tvö mörk á síðustu fimm mínútunum og tryggði Macclesfield Town sögulegan sigur því þetta er í fyrsta sinn sem liðið kemst í 4. umferð ensku bikarkeppninnar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×