Erlent

Vilja skipta á gíslum fyrir dæmda hryðjuverkamenn

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Herskáu Íslamistarnir, sem tóku yfir gasvinnslustöðina í Alsír í gær, hafa boðist til þess að láta bandaríska gísla sína lausa. Í skiptum krefjast þeir þess að tveimur dæmdum hryðjuverkamönnum verði sleppt úr fangelsi í Bandaríkjunum.

USA Today greinir frá þessu í dag og vitnar í frétt ANI fréttastofunnar í Suður-Asíu. Hryðjuverkamennirnir sem um ræðir eru Egyptinn Sheikh Omar Abdel-Rahman og Pakistaninn Aafia Siddiqui.

Hinn 74 ára gamli Abdel-Rahman var dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir þátt sinn í árásinni á World Trade Center í New York árið 1993. Hann var talinn höfuðpaurinn í árásinni þar sem sex féllu.


Tengdar fréttir

Óttast að á fjórða tug gísla hafi látist í Alsír

Óttast er að allt að 34 erlendir gíslar og 14 mannræningjar hafi látið lífið í tilraun alsírska hersins til að frelsa hundruð gísla úr gasvinnslustöð Statoil og BP í gær. Alsírska fréttastofan APS greindi frá þessu í gærkvöld, en aðrir fjölmiðlar sögðu tölu látinna á reiki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×