
"Ég nota alltaf serum með Grade 2 serum frá Sothys kvölds og morgna því ég er með feita húð og verð að hafa létt krem."

"Nýja augnkremið er frá Novexpert og virkar eins hrukkustraujárn."

"Nee maskarinn Deepest black er bestur fyrir mig. Hann þykkir vel og lengir og extra svartur."

"Sólarpúðrið númer 251 frá Nee er matt og fallega gyllt. Það gerir kraftaverk fyrir mig. Ég er frekar hvít og það gerir mig ferskari og hlýrri. Mér finnst ég alltaf frekar asnaleg ef ég er ekki með sólarpúður."
Novexpert maski
"Þegar ég er í hrukku-þunglyndi set ég alltaf á mig maska annað hvort styrkjandi eða gegn hrukkum og það virkar eins og að senda húðina út að hlaupa meðan að ég bíð heima," segir Margrét hlæjandi.