Erlent

Byssumaður gengur laus í París

Guðsteinn Bjarnason skrifar
Lögreglan á vettvangi fyrir utan turn Societé Generale í París.
Lögreglan á vettvangi fyrir utan turn Societé Generale í París. Mynd/EPA
Lögreglan í París hefur staðfest að sami maðurinn hafi verið að verki í tveimur skotárásum í dag, auk þess sem hann réðst vopnaður inn á skrifstofur fjölmiðils á föstudaginn var.

Ekki er vitað hver maðurinn er eða hvert tilefni árásanna er.

Hann réðst í morgun inn á skrifstofur franska dagblaðsins Liberation og særði þar alvarlega aðstoðarmann ljósmyndara.

Síðar í dag hleypti hann af skotum í turnbyggingu bankans Societé Generale í La Defense hverfinu. Enginn særðist í það skiptið.

Þá tók vopnaður maður annan mann í gíslingu stutta stund þar nálægt.

Mikil leit stendur nú yfir í borginni, þyrlur sveima yfir og myndum úr öryggismyndavélum hafa verið birtar í fjölmiðlum.

Á föstudaginn var réðst svo vopnaður maður, sem talinn er vera sá sami og stóð að skotárásunum í dag, inn á skrifstofur sjónvarpsstöðvarinnar BFM-TV, en hleypti ekki af skotum í það skiptið.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×