Ekki var samið um lokun þriðju flugbrautarinnar Kristján Már Unnarsson skrifar 18. nóvember 2013 19:27 Forsætisráðherra: Er alfarið á móti því að loka þriðju flugbrautinni. mynd/365 Forsætisráðherra leggst alfarið gegn því að þriðju flugbraut Reykjavíkurflugvallar verði lokað. Hann vill vinda ofan af samkomulagi sem Katrín Júlíusdóttir, fyrrverandi fjármálaráðherra, gerði við Dag B. Eggertsson, formann borgarráðs, um að borgin fengi hluta flugvallarsvæðisins undir íbúðabyggð. Samkomulag sem undirritað var í Hörpu í lok síðasta mánaðar um flugvallarmálið hefur verið túlkað svo að minnstu flugbrautinni verði lokað um áramót og að Reykjavíkurborg geti byrjað að úthluta lóðum undir ný íbúðahverfi í Skerjafirði. „Nei, það er ekkert fjallað um það að loka þriðju flugbrautinni í þessu samkomulagi,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson í viðtali í fréttum Stöðvar 2. „Ég tel það raunar mjög óráðlegt og er alfarið á móti því af ýmsum ástæðum,“ segir forsætisráðherra. Hann nefnir öryggismál, það sé ástæða fyrir að flugbrautirnar séu þrjár. „En það er líka mjög óheppileg stefna í alla staði að vera stöðugt að reyna að þrengja að flugvellinum, byggja alveg upp við hann allt í kring til að reyna að þrengja að honum.“ Forsætisráðherra segir að Katrín Júlíusdóttir, þáverandi fjármálaráðherra, og Dagur B. Eggertsson, formaður hafi í mars undirritað samkomulag um sölu á hluta vallarsvæðisins. Minnt hafi verið á það samkomulag í tengslum við undirritunina á dögunum. „En ég held að menn ættu að reyna að sameinast um það að vinda ofan af því og fá vonandi eftir næstu borgarstjórnarkosningar meirihluta sem er tilbúinn að gera þetta öðruvísi,“ segir Sigmundur. Fullyrt hefur verið að innanríkisráðherra og borgarstjóri hafi gert hliðarsamkomulag í síðasta mánuði um brotthvarf þriðju brautarinnar. Spurður hvort hann hafi vitað af slíku hliðarsamkomulagi þegar hann undirritaði flugvallarsamkomulagið í Hörpu svarar forsætisráðherra: „Það var einhver hugmynd um að hafa þetta allt í einu skjali. En ég taldi það óráðlegt vegna þess að það hefði gefið til kynna að verið væri að semja sérstaklega um þetta með þriðju flugbrautina. Það var ekki verið að gera samning um það núna. Það var bara upprifjun á því að slíkt samkomulag hefði verið gert á sínum tíma.“ Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Fleiri fréttir Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Sjá meira
Forsætisráðherra leggst alfarið gegn því að þriðju flugbraut Reykjavíkurflugvallar verði lokað. Hann vill vinda ofan af samkomulagi sem Katrín Júlíusdóttir, fyrrverandi fjármálaráðherra, gerði við Dag B. Eggertsson, formann borgarráðs, um að borgin fengi hluta flugvallarsvæðisins undir íbúðabyggð. Samkomulag sem undirritað var í Hörpu í lok síðasta mánaðar um flugvallarmálið hefur verið túlkað svo að minnstu flugbrautinni verði lokað um áramót og að Reykjavíkurborg geti byrjað að úthluta lóðum undir ný íbúðahverfi í Skerjafirði. „Nei, það er ekkert fjallað um það að loka þriðju flugbrautinni í þessu samkomulagi,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson í viðtali í fréttum Stöðvar 2. „Ég tel það raunar mjög óráðlegt og er alfarið á móti því af ýmsum ástæðum,“ segir forsætisráðherra. Hann nefnir öryggismál, það sé ástæða fyrir að flugbrautirnar séu þrjár. „En það er líka mjög óheppileg stefna í alla staði að vera stöðugt að reyna að þrengja að flugvellinum, byggja alveg upp við hann allt í kring til að reyna að þrengja að honum.“ Forsætisráðherra segir að Katrín Júlíusdóttir, þáverandi fjármálaráðherra, og Dagur B. Eggertsson, formaður hafi í mars undirritað samkomulag um sölu á hluta vallarsvæðisins. Minnt hafi verið á það samkomulag í tengslum við undirritunina á dögunum. „En ég held að menn ættu að reyna að sameinast um það að vinda ofan af því og fá vonandi eftir næstu borgarstjórnarkosningar meirihluta sem er tilbúinn að gera þetta öðruvísi,“ segir Sigmundur. Fullyrt hefur verið að innanríkisráðherra og borgarstjóri hafi gert hliðarsamkomulag í síðasta mánuði um brotthvarf þriðju brautarinnar. Spurður hvort hann hafi vitað af slíku hliðarsamkomulagi þegar hann undirritaði flugvallarsamkomulagið í Hörpu svarar forsætisráðherra: „Það var einhver hugmynd um að hafa þetta allt í einu skjali. En ég taldi það óráðlegt vegna þess að það hefði gefið til kynna að verið væri að semja sérstaklega um þetta með þriðju flugbrautina. Það var ekki verið að gera samning um það núna. Það var bara upprifjun á því að slíkt samkomulag hefði verið gert á sínum tíma.“
Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Fleiri fréttir Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Sjá meira