Erlent

Park tekin við sem forseti Suður Kóreu

Park Geun-hye er tekin við sem forseti Suður Kóreu en hún sór embættiseið sinn í morgun.

Park er 61 árs raftæknifræðingur og dóttir herforingjans Park Chung-hee fyrrum einræðisherra Suður-Kóreumanna á síðustu öld eða í 18 ár frá árinu 1961.

Park tekur við forsetaembættinu á erfiðum tímum en það ríkir mikil spenna í samskiptum Suður- og Norður Kóreumanna eftir að þeir síðarnefndu sprengdu kjarnorkusprengju nýlega.

Park kom inn á þetta í ræðu sinni við embættistökuna og sagði að kjarnorkutilraunir Norður-Kóreumanna væru ógn við tilveru Suður Kóreru.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×