Erlent

John Kerry ferðast til 9 ríkja á 11 dögum

John Kerry hinn nýi utanríkisráðherra Bandaríkjanna er nú í fyrstu utanlandsferð sinni sem ráðherra en hann mun heimsækja níu lönd á 11 dögum.

Ferð hans hófst í gær þegar hann kom til London. Samkvæmt hefð er fyrsta utanlandsferð nýs utanríkisráðherra í Bandaríkjunum ætíð til Bretlands.

Kerry mun hitta David Cameron forsætisráðherra Bretlands í dag áður en ferðinni verður haldið áfram til Berlínar, Parísar og Rómar. Síðan heldur Kerry til Miðaustur- og Arabalanda þar sem fimm viðkomustaðir eru á dagskránni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×