Erlent

Vísbendingar um lítið áður óþekkt meginland á Indlandshafi

Fundist hafa leifar af litlu ævafornu megninlandi á botni Indlandshafs. Vísindamenn hafa fundið vísbendingar um að þetta megninland hafi verið til staðar þar til fyrir allt að 85 milljónum ára.

Landið, sem kallast Mauritia, mun þar á undan hafa brotnað í sundur í tímana rás og horfið undir yfirborð sjávar. Þrátt fyrir að nú séu þúsundir kílómetra á milli Indlands og Madagaskar voru þessi lönd eitt sinn tengd.

Vísindamennirnir telja að þegar þau fóru að reka frá hvort öðru fyrir hundruðum milljóna ári hafi þetta litla eða "micro" meginland myndast á milli þeirra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×